„Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 11:00 Hjörvar og Kjartan í stuði í gær. vísir/s2s Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14