Stefna Hval og vilja fá rúmlega einn og hálfan milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:13 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári. Hvalveiðar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári.
Hvalveiðar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira