Sex tíma aðgerð við að ná öngli úr maga Brútusar Kormáks Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 23:45 Brútus Kormákur er bara sex mánaða en hann fékk að fara með eiganda sínum Kolbeini Helga Kristjánssyni í veiðiferð um helgina, komst þar í öngul sem hann í hvolpaskap gleypti í sig með skelfilegum afleiðingum. Myndir úr einkasafni „Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira