Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 06:02 Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. „Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
„Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira