Tíu ára börn þátttakendur í ofbeldi sem tekið er upp á myndskeið og birt á netinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 18:53 Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira