„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 11:05 Stuðningsmenn Donald Trump í The Villages sjást á þessari mynd. AP/Mike Schneider Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“ Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“
Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira