Ef kerfið virkar ekki þarf að breyta kerfinu Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 3. júlí 2020 14:30 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun