Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 10:45 Ghislaine Maxwell sést hér flytja ræðu um málefni hafsins í Silfurbergi í Hörpu. Ræðuna má heyra hér að neðan. Skjáskot Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar. Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar.
Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira