Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júlí 2020 22:30 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray line Stöð 2/Egill Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira