Hvað með að skrifa bara grein? Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 1. júlí 2020 13:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun