8.700 störf á næstu fimm árum: „Ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum“ Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 12:06 Sigurður Ingi sagði mikið framundan í samgöngumálum til ársins 2034. Vísir/Vilhelm „Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag. Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
„Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag.
Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira