Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:52 Bessastaðir, þar sem forseti mun aðeins geta setið í 12 ár samfellt verði breytingarnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí. Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira