Greiða atkvæði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á morgun Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 13:27 Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Vísir/Hafsteinn Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“ Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“
Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira