Greiða atkvæði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á morgun Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 13:27 Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Vísir/Hafsteinn Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“ Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakönnun sem fram fer samhliða forsetakosningunum á morgun. Tillögurnar sem til greina koma eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá, en atkvæðagreiðslan verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar, og Borgarfjarðar eystri var samþykkt í kosningum í haust. Umsögn Örnafnanefndar Örnefnanefnd skilaði inn umsögn um sautján tillögur að heitum sem Nafnanefnd sveitarfélagsins sendi til umsagnar í febrúar. Mælti Örnefnanefnd með tveimur heitum – Múlabyggð og Múlaþinghá – en mælti ekki gegn fjórum – Austurbyggð, Austurþingi, Austurþinghá og Múlaþingi. Austurbyggð kom hins vegar ekki til greina þar sem það sveitarfélag með það nafn hafi orðið til við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps árið 2003. Það sameinaðist svo fleiri sveitarfélögum undir merkjum Fjarðabyggðar árið 2006. Bættu við Drekabyggð Undirbúningsstjórnin ákvað svo að bæta við möguleikanum Drekabyggð – heiti sem Örnefnanefnd mælist gegn því að verði fyrir valinu. Í umsögn Örnefnanefndar sagði að ekki væri hefð fyrir því að kenna stór svæði við dreka eða aðrar landvættir, en drekinn er einmitt landvættur Austurlands. Á vef undirbúningsnefndarinnar segir að kosningaaldur í könnuninni um heiti sveitarfélagsins miðist við sextán ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. „Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.“
Sveitarstjórnarmál Forsetakosningar 2020 Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira