Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 08:18 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma. Sorpa Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma.
Sorpa Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira