Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 19:52 Leikmenn Breiðabliks eru komnir í sóttkví. VÍSIR/BÁRA Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020
Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira