Hver ber ábyrgð á kverúlantinum? Ólafur Hauksson skrifar 24. júní 2020 13:31 Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Ólafur Hauksson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun