Sara braut glerskál á hausnum sínum og Anníe Mist mundaði riffil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 08:30 Það voru frekar skrýtnir hlutir að gerast á Instagram síðum tveggja af stærstu stjörnum Íslands í CrossFit íþróttinni þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Myndir/Instagram Það er ekki auðvelt að vera atvinnumaður í íþrótt sem lifir á jafnmiklum óvissutímum og CrossFit gerir þessa dagana. Hvort nýjustu Instagram færslur tveggja af stærstu CrossFit stjörnum Íslands sé tákn um það er erfitt að segja en þær skera sig að minnsta kosti úr flestum færslum þeirra beggja hingað til. Ekkert er í raun vitað um framtíðina í CrossFit íþróttinni og hún gæti jafnvel þurft að skipta um nafn til að lifa. Heimur yfirstjórnar CrossFit verður alltaf ljótari og ljótari eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Það er krafa um stórar breytingar en lítið gerist á meðan Greg Glassman á íþróttina einn. Heimsleikarnir í CrossFit 2020 eru líka í uppnámi eftir því sem fleiri og fleiri útiloka það að taka þátt. Katrín Tanja var ein af þeim fyrstu en alls hafa sextán gefið það út að þeir verði ekki með á heimsleikunum í ár. Íslensku CrossFit-stjörnurnar eru kannski miklu lengra í burtu frá því sem er að gerast en sem dæmi Katrín Tanja Davíðsdóttir sem hefur tekið slaginn af fullum krafti í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir hefur stutt vel við bakið á vinkonu sinni en Katrín Tanja hefur viðurkennt að síðustu vikur hafi tekið mjög á hana. Katrín Tanja fagnaði líka óvenjulegri leið samlöndu sinnar Söru Sigmundsdóttur til að tjá sig um ástandið á Instagram. Sara setti inn mjög sérstakt myndband af sér þar sem hún drekkur úr glerskál og brýtur hana síðan á höfðinu á sér. Sara skrifaði síðan við myndbandið: „Ég að reyna átta mig á öllu því sem er í gangi núna.“ Það er nokkuð ljóst að þetta er tilvísun í ástandið í CrossFit heiminum og jafnvel nýjustu fréttir af meðferð kvenna hjá CrossFit. Katrín Tanja tekur því þannig og skrifar við færslu Söru: „Takk og amen. hahahahaha.“ Það má sjá færslu Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram Me trying to make some sense of all the stuff that is going on??????? A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on Jun 22, 2020 at 5:52am PDT Anníe Mist Þórisdóttir ákvað aftur á móti að endurgera mynd frá því fyrir ári síðan þegar hún keppti með loftriffil á Rogue Invitational mótinu. Anníe Mist tók nýja mynd af sér og setti við hliðina en eins og allir vita þá er hún komin meira en sjö mánuði á leið með dóttur sína. Bumban stelur auðvitað senunni en það er líka óvenjulegt að sjá CrossFit stjörnu með slíkan riffil í keppni. Rogue Invitational mótið hefur verið tilbúið að brydda upp á nýjungum og þetta var dæmi um það. Heimsmeistarinn Tia-Clari Toomey er meðal þeirra sem kemur með athugasemd við myndina hjá Anníe Mist og hún skrifaði undir: „Þetta er magnað.“ Það verður samt að segja að þessi færsla Anníe Mist er að allt öðrum toga en við erum vön enda mun agressífari en flestar hinar. Færslu Anníe Mistar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1 year apart- Same/ similar diet just less going into growing muscle and more going into growing a baby ?? Biggest changes I have made is little less carbs and more protein (when I can) I do crave the carbs more ??. @rpstrength has been with me every step of the way helping me out with what to eat and when to eat making sure I get enough for me and my baby and enough to keep me happy and active. #airrifle @rogueinvitational A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 22, 2020 at 7:08am PDT CrossFit Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Það er ekki auðvelt að vera atvinnumaður í íþrótt sem lifir á jafnmiklum óvissutímum og CrossFit gerir þessa dagana. Hvort nýjustu Instagram færslur tveggja af stærstu CrossFit stjörnum Íslands sé tákn um það er erfitt að segja en þær skera sig að minnsta kosti úr flestum færslum þeirra beggja hingað til. Ekkert er í raun vitað um framtíðina í CrossFit íþróttinni og hún gæti jafnvel þurft að skipta um nafn til að lifa. Heimur yfirstjórnar CrossFit verður alltaf ljótari og ljótari eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Það er krafa um stórar breytingar en lítið gerist á meðan Greg Glassman á íþróttina einn. Heimsleikarnir í CrossFit 2020 eru líka í uppnámi eftir því sem fleiri og fleiri útiloka það að taka þátt. Katrín Tanja var ein af þeim fyrstu en alls hafa sextán gefið það út að þeir verði ekki með á heimsleikunum í ár. Íslensku CrossFit-stjörnurnar eru kannski miklu lengra í burtu frá því sem er að gerast en sem dæmi Katrín Tanja Davíðsdóttir sem hefur tekið slaginn af fullum krafti í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir hefur stutt vel við bakið á vinkonu sinni en Katrín Tanja hefur viðurkennt að síðustu vikur hafi tekið mjög á hana. Katrín Tanja fagnaði líka óvenjulegri leið samlöndu sinnar Söru Sigmundsdóttur til að tjá sig um ástandið á Instagram. Sara setti inn mjög sérstakt myndband af sér þar sem hún drekkur úr glerskál og brýtur hana síðan á höfðinu á sér. Sara skrifaði síðan við myndbandið: „Ég að reyna átta mig á öllu því sem er í gangi núna.“ Það er nokkuð ljóst að þetta er tilvísun í ástandið í CrossFit heiminum og jafnvel nýjustu fréttir af meðferð kvenna hjá CrossFit. Katrín Tanja tekur því þannig og skrifar við færslu Söru: „Takk og amen. hahahahaha.“ Það má sjá færslu Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram Me trying to make some sense of all the stuff that is going on??????? A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on Jun 22, 2020 at 5:52am PDT Anníe Mist Þórisdóttir ákvað aftur á móti að endurgera mynd frá því fyrir ári síðan þegar hún keppti með loftriffil á Rogue Invitational mótinu. Anníe Mist tók nýja mynd af sér og setti við hliðina en eins og allir vita þá er hún komin meira en sjö mánuði á leið með dóttur sína. Bumban stelur auðvitað senunni en það er líka óvenjulegt að sjá CrossFit stjörnu með slíkan riffil í keppni. Rogue Invitational mótið hefur verið tilbúið að brydda upp á nýjungum og þetta var dæmi um það. Heimsmeistarinn Tia-Clari Toomey er meðal þeirra sem kemur með athugasemd við myndina hjá Anníe Mist og hún skrifaði undir: „Þetta er magnað.“ Það verður samt að segja að þessi færsla Anníe Mist er að allt öðrum toga en við erum vön enda mun agressífari en flestar hinar. Færslu Anníe Mistar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1 year apart- Same/ similar diet just less going into growing muscle and more going into growing a baby ?? Biggest changes I have made is little less carbs and more protein (when I can) I do crave the carbs more ??. @rpstrength has been with me every step of the way helping me out with what to eat and when to eat making sure I get enough for me and my baby and enough to keep me happy and active. #airrifle @rogueinvitational A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 22, 2020 at 7:08am PDT
CrossFit Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira