Mikilvægt að nýta hverja mínútu á þingi en útiloka fund á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 11:32 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki koma til greina að fundað verði á Alþingi á morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“ Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“
Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira