Slagsmálahundar í brúðkaupi systur Hafþórs hlupu í burtu þegar Fjallið mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig aðeins niður en þessi mynd er af Instagram siðu hans. Mynd/Instagram Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Kraftlyftingar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Kraftlyftingar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira