Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Kennie Chopart virðist líka það vel að leika á gervigrasinu á Hlíðarenda. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00