Tíu ár fyrir tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 17:01 Árásin átti sér stað í Neskaupstað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka.
Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira