Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2020 21:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir flest benda til þess að setjast þurfi aftur að samningaborðinu í haust. Vísir/Stöð2 Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja. Í byrjun september virkjast endurskoðunarákvæði sem er í lífskjarasamningunum en þá verður meðal annars hægt að segja samningnum upp. Samningarnir eiga að óbreyttu að gilda til ársins 2022. Stjórn VR fundaði í gær og ræddi endurskoðunina í haust. „Ég á frekar von á því að samningunum verði sagt upp. Mér líst ekki á blikuna og við funduðum um þetta stjórn VR í gær á stjórnarfundi og það er bara mjög þungt hljóðið í fólki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Á meðal þess sem stjórnin er mjög ósátt við er að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Ragnar segir að ef samningum verður sagt upp muni VR leggja fram nýjar kröfur í samræmi við það ástand sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. „Hér er afkomuöryggi fólks ógnað alls staðar. Það er mjög hart sótt að verkalýðshreyfingunni, réttindum okkar sem við höfum tekið áratugi að byggja upp, þannig ég sé það fyrir mér að kröfugerðin hún verði uppfærð. Það verði margt nýtt sett inn bæði gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífinu að öðrum kosti verði farið í mjög harkaleg átök.“ Ragnar segir sitt fólk tilbúið berjast fyrir sínu. „Ef að stjórnvöld ætla ekki að taka það ástand alvarlega eins og ég hef verið að benda á mánuðum saman varðandi lífskjarasamninginn, að halda þessu saman, að þá er bara voðinn vís og við erum ekki verkalýðshreyfing held ég sem ætlar að sitja á hliðarlínunni og leyfa stjórnvöldum að komast upp með það að lofa og svíkja. Ég held að það sé liðin tíð.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 21. apríl 2020 07:11