Hafa skal það sem sannara reynist Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. júní 2020 17:19 Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar