Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 14:39 Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi í dag með 52 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu. Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu.
Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira