Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 09:43 Starfsmenn kirkjugarðs í Ríó de Janeiro í hlífðarbúningi grafa kistu manns sem lést úr kórónuveirunni. Fjöldi látinna í faraldrinum er talinn í tugum þúsunda í Brasilíu. AP/Leo Correa Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16