Án samninga og réttinda en samt í framlínu Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. júní 2020 07:40 Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Helga Vala Helgadóttir Verkföll 2020 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun