Rannsóknarsetri á Laugarvatni lokað eftir að HÍ sagði sig frá samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 07:48 Frá Laugarvatni. Háskóli Íslands Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira