Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur fráleitt að tala um Samherja og gjafakvótakerfið í sömu andrá. Fyrirtækið efldist vegna dugnaðar eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“ Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“
Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56