160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 13:33 Ríkisendurskoðun gerir margar athugasemdir við hvernig hlutabótaúrræðið hefur verið nýtt. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi. Vísir 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira