Hilmar Árni með tvennu í flottum sigri á KR Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:59 Hilmar Árni Halldórsson virðist í flottu formi nú þegar Íslandsmótið er að hefjast. vísir/bára Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira