Íslenskir rapparar prýða snakkpoka Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 14:20 Fulltrúar Rappsnakksins ræddu frumkvöðlastarfið á útvarpi 101. 101 Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan. Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan.
Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira