Enn súr og svekktur út í Benitez fimmtán árum eftir „kraftaverkið í Istanbul“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:30 Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, með bikarinn eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni 2005 en Stephen Warnock var hvergi sjáanlegur í fögnuðinum eftir leik. Getty/Rebecca Naden Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira