Katrín óskar eftir símafundi með Trump Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/vilhelm/getty Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?