Fyrstu frumvörpin um aðgerðir lögð fram á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða. Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða.
Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53
Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04