Mér finnst… Sigríður Karlsdóttir skrifar 12. mars 2020 14:00 Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var ég komin með nóg af þessu rugli og skoðaði bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd. Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í “mér finnst” skilaboðum. Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar. Ég skal segja ykkur hvað mér finnst! (Kaldhæðni fyrir ykkur sem ætla að finnast eitthvað um hvað mér finnst) (Þetta var líka kaldhæðni). Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki. Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki. Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki. Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar. Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar. Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar. Sadhguru (dásamlegur maður sem veit ansi margt um þessa undarlegu tilveru okkar hér) segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega. Að taka hlutnum alvarlega gæti verið að tala stanslaust umm á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni. Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti. Mér finnst… ..að við þurfum að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast okkar fyrir það. Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun