Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 15:35 Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar. Gjafabréf frá stjórnvöldum á að ýta undir ferðalög hérlendis. Vísir/vilhelm Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira