Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 12:47 Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi. EPA/BODO SCHACKOW Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins. Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins.
Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“