12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu Alþingis. vísir/vilhelm Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira