Tókst að klobba einn besta hlauparann í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:00 Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk. Fótbolti NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk.
Fótbolti NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira