Meiri upplýsingar, betra aðgengi Aron Leví Beck skrifar 18. maí 2020 18:00 Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarstjórn Reykjavík Aron Leví Beck Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar