Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 16:48 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson sögðu skilið við stjórnendastöður sínar hjá Högum í lok apríl. samsett Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér. Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér.
Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira