Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins Sylvía Hall og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. apríl 2020 18:16 Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02