Svandís skerst í skimunarleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2020 22:53 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sprittar sig og fer yfir málin með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á blaðamannafundi í síðustu viku. Í bakgrunni er Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gera hins vegar athugasemdir við skimunina að sögn Kára. Um vísindarannsókn sé að ræða og því þurfi Íslensk erfðagreining, lögum samkvæmt, að sækja um leyfi. Segir alls ekki um vísindarannsókn að ræða Kári sagðist á Facebook í kvöld ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn af hugmyndafræðingum Vinstri grænna sem stýra forsætis- og heilbrigðisráðuneytinu, setti spurningamerki við afstöðu Kára. Góður borgari, eða hvað? „Skil ég það rétt að hinn samfélagslega meðvitaði Kári Stefánsson hafi slegið sér á brjóst og ætlað sem góður borgari á krísutímum að hjálpa til við að skima hálfa þjóðina fyrir veirunni... en svo þegar honum var sagt að hann mætti ekki hirða lífsýnin í gagnabankann sinn hafi hann hætt við?“ velti Stefán fyrir sér í kvöld. Ekki stóð á svörum og til svara var meðal annars Kári sjálfur. „Við sóttum ekki um leyfi til þess að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að okkur var ekki synjað um neitt. Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Talsmaður vísindasiðanefndar sem forstjóri Persónuverndar hafi talað við muni hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining ætlaði að vinna vísindarannsókn en ekki þjónusta. Þess vegna yrði að skrifa umsókn. „Ég get ekki skrifað umsókn um leyfi til þess að framkvæma vísindarannsókn af því ég ætlaði ekki að framkvæma vísindarannsókn. Þetta er einfalt mál. Í þessari afstöðu talsmannsins Vísindasiðanefndar (og færslu þinni) endurspeglast afstaða sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum þurft að takast á við síðastliðin 23 ár sem er að það sem við séum að gera sé á einhvern máta grunsamlegt og ljótt og beri að skoða öllu öðru betur þrátt fyrir að við höfum lýst því betur á prenti en nokkru öðru því sem gert er á Íslandi.“ Það hafi þau gert í sex hundruð vísindagreinum. Að neðan má sjá þegar Alma Möller landlæknir greindi frá viðræðum við Kára á blaðamannafundi í gær. Svandís skerst í leikinn Svandís Svavarsdóttir fylgist greinilega vel með málum á laugardagskvöldi og tjáir sig á Facebook. Er hún fullviss að þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir standi saman í þessu máli. Og muni finna lausn. „Við landlæknir og sóttvarnarlæknir erum sammála um að tilboð Íslenskrar erfðagreiningar við þessar fordæmalausu aðstæður sé mikilvægt framlag til lýðheilsu og sóttvarna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að af framlagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ Í 16. grein sóttvarnalaga segir að ráðherra geti falið ákveðnum rannsóknastofum að ábyrgjast greiningu örvera eða sníkjudýra úr sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma og fylgjast með ónæmisástandi einstaklinga gegn þýðingarmiklum smitnæmum sjúkdómum. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gera hins vegar athugasemdir við skimunina að sögn Kára. Um vísindarannsókn sé að ræða og því þurfi Íslensk erfðagreining, lögum samkvæmt, að sækja um leyfi. Segir alls ekki um vísindarannsókn að ræða Kári sagðist á Facebook í kvöld ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn af hugmyndafræðingum Vinstri grænna sem stýra forsætis- og heilbrigðisráðuneytinu, setti spurningamerki við afstöðu Kára. Góður borgari, eða hvað? „Skil ég það rétt að hinn samfélagslega meðvitaði Kári Stefánsson hafi slegið sér á brjóst og ætlað sem góður borgari á krísutímum að hjálpa til við að skima hálfa þjóðina fyrir veirunni... en svo þegar honum var sagt að hann mætti ekki hirða lífsýnin í gagnabankann sinn hafi hann hætt við?“ velti Stefán fyrir sér í kvöld. Ekki stóð á svörum og til svara var meðal annars Kári sjálfur. „Við sóttum ekki um leyfi til þess að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að okkur var ekki synjað um neitt. Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Talsmaður vísindasiðanefndar sem forstjóri Persónuverndar hafi talað við muni hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining ætlaði að vinna vísindarannsókn en ekki þjónusta. Þess vegna yrði að skrifa umsókn. „Ég get ekki skrifað umsókn um leyfi til þess að framkvæma vísindarannsókn af því ég ætlaði ekki að framkvæma vísindarannsókn. Þetta er einfalt mál. Í þessari afstöðu talsmannsins Vísindasiðanefndar (og færslu þinni) endurspeglast afstaða sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum þurft að takast á við síðastliðin 23 ár sem er að það sem við séum að gera sé á einhvern máta grunsamlegt og ljótt og beri að skoða öllu öðru betur þrátt fyrir að við höfum lýst því betur á prenti en nokkru öðru því sem gert er á Íslandi.“ Það hafi þau gert í sex hundruð vísindagreinum. Að neðan má sjá þegar Alma Möller landlæknir greindi frá viðræðum við Kára á blaðamannafundi í gær. Svandís skerst í leikinn Svandís Svavarsdóttir fylgist greinilega vel með málum á laugardagskvöldi og tjáir sig á Facebook. Er hún fullviss að þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir standi saman í þessu máli. Og muni finna lausn. „Við landlæknir og sóttvarnarlæknir erum sammála um að tilboð Íslenskrar erfðagreiningar við þessar fordæmalausu aðstæður sé mikilvægt framlag til lýðheilsu og sóttvarna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að af framlagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ Í 16. grein sóttvarnalaga segir að ráðherra geti falið ákveðnum rannsóknastofum að ábyrgjast greiningu örvera eða sníkjudýra úr sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma og fylgjast með ónæmisástandi einstaklinga gegn þýðingarmiklum smitnæmum sjúkdómum. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13