Mælir með skipulögðu foreldrarölti til að koma í veg fyrir hópamyndun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:02 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54