Að ferðast í huganum Elinóra Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2020 09:00 Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun