Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 13:39 Herjólfsdalur þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um Verslunarmannahelgina ár hvert. Breyting gæti orðið á í ár. Vísir/SigurjónÓ Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?