Færeysk ópera segir frá Koronu og Koronusi sem vilja smita sem flesta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 08:26 Kórónuveiran í myndbandinu vill smita sem flesta, en Færeyingar sjá við veirunni og þvo sér vel um hendur og spritta. Skjáskot/Corona.fo „Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020 Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
„Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira