Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2020 06:36 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við hraunfossinn á fjórða degi eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. „Við erum með hér sennilega hæsta foss á Íslandi. En hann er ekki vatnsfoss heldur er hann hraunfoss. Alveg einstakt fyrirbæri hér á Íslandi að hafa svona háan foss,“ sagði eldfjallafræðingurinn víðförli, Haraldur Sigurðsson, í fréttaviðtali við Stöð 2 á fjórða degi gossins þar sem hraunfossinn steyptist niður í Hrunagil. Sjá einnig hér: Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Hæð hraunfossins var áætluð hátt í tvöhundruð metrar.Stöð 2/Skjáskot. „Hann getur verið hátt í tvöhundruð metra hár, þessi hraunfoss hérna. Þar sem hraunið streymir fram af brúninni og streymir niður í Þórsmörk.“ -Þetta er alveg bara magnað fyrirbæri. Hefur þú séð annað eins? „Nei, ég hef aldrei séð svona háan foss. Ég hef séð svona hraunfossa í Havaii, en þeir eru svona 10-20 metrar. En þessi er alveg stórkostlegur,“ sagði Haraldur. Hrraunfossarnir urðu jafnvel enn tilkomumeiri í myrkri.Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossar mynduðust á tveimur stöðum. Fyrst þegar hraunið féll niður í Hrunagil en svo á sjötta degi tók það einnig að falla fram af hömrunum niður í Hvannárgil. Hraunið rann svo áfram niður gilin og ríkti um tíma spenna um hvort það myndi ná alla leið niður í Krossá. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrri þátturinn var sýndur síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 að kvöldi annars í páskum, kl. 18.40. Hér er myndskeið úr fyrri þættinum þar sem sjá má Harald lýsa hraunfossi á Fimmvörðuhálsi: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. „Við erum með hér sennilega hæsta foss á Íslandi. En hann er ekki vatnsfoss heldur er hann hraunfoss. Alveg einstakt fyrirbæri hér á Íslandi að hafa svona háan foss,“ sagði eldfjallafræðingurinn víðförli, Haraldur Sigurðsson, í fréttaviðtali við Stöð 2 á fjórða degi gossins þar sem hraunfossinn steyptist niður í Hrunagil. Sjá einnig hér: Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Hæð hraunfossins var áætluð hátt í tvöhundruð metrar.Stöð 2/Skjáskot. „Hann getur verið hátt í tvöhundruð metra hár, þessi hraunfoss hérna. Þar sem hraunið streymir fram af brúninni og streymir niður í Þórsmörk.“ -Þetta er alveg bara magnað fyrirbæri. Hefur þú séð annað eins? „Nei, ég hef aldrei séð svona háan foss. Ég hef séð svona hraunfossa í Havaii, en þeir eru svona 10-20 metrar. En þessi er alveg stórkostlegur,“ sagði Haraldur. Hrraunfossarnir urðu jafnvel enn tilkomumeiri í myrkri.Stöð 2/Skjáskot. Hraunfossar mynduðust á tveimur stöðum. Fyrst þegar hraunið féll niður í Hrunagil en svo á sjötta degi tók það einnig að falla fram af hömrunum niður í Hvannárgil. Hraunið rann svo áfram niður gilin og ríkti um tíma spenna um hvort það myndi ná alla leið niður í Krossá. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrri þátturinn var sýndur síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 að kvöldi annars í páskum, kl. 18.40. Hér er myndskeið úr fyrri þættinum þar sem sjá má Harald lýsa hraunfossi á Fimmvörðuhálsi:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. 20. mars 2020 16:00