Hefja almenna skimun fyrir veirunni á Ísafirði með pinnum frá Íslenskri erfðagreiningu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 12:03 Skimunin hefst á Ísafirði eftir páska. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira